Monday, November 8, 2004

Þeim, sem hafa áhuga á að taka þátt í undirbúningsstarfi að stofnun róttækrar hreyfingar, er hérmeð boðið að hafa samband (vangaveltur@yahoo.com) í dag (mán.) eða fyrripartinn á morgun (þri.) og fá nánari upplýsingar.





Hugleiðing sem ég var að skrifa á Vantrú sem komment og á erindi hingað:

Eitt af því litla sem ég veit um skammtafræði er að rafeind er, tæknilega séð, alls staðar á sínu hvolfi samtímis. Þannig er hún víða á sama tíma, þannig séð. (Leiðréttið mig ef ég náði þessu vitlaust.) Síðan ef rafeind er skotið að fyrirstöðu þar sem eru tvö göt, fer hún þá ekki tæknilega séð í gegn um bæði götin?

Um hvort gat má þá segja að hún bæði fari í gegn um það og ekki ... og ef við skoðum guð í sama ljósi, þá mætti etv. leiða að því rökum að hann væri bæði til og ekki. Eða, réttara sagt, að það væri hugsanlegt að hann væri bæði til og ekki.

En "possibility" er ekki það sama og "probability". Það má örugglega velta umm 3.333 (eða fleiri) þungum spurningum um eðli guðs, um það hvort hann er almáttugur o.s.frv. ef hann er skoðaður skammtafræðilega ...

Kannski að skammtafræðilega séð megi helst segja að hann sé "hvorki til né til"?

No comments:

Post a Comment