Thursday, November 11, 2004

Arafat er þá fallinn. Mér er harmur í huga, að palestínska þjóðin hafi misst leiðtoga sinn, manninn sem kom frelsisbaráttu Palestínumanna og þeim sjálfum á kortið. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist í Palestínu næstu mánuði og misseri.

~*~*~*~*~*~*~*~*~



Í Perú er byrjað að rétta yfir Abimael Guzman, 'Presidente Gonzalo', heimspekiprófessornum sem stofnaði skæruliðahreyfinguna Skínandi stíg. Hann var tekinn fastur 1992 og nú fyrst er réttað. Þegar hann kom fyrir rétt er sagt að "hann hafi sýnt engin merki eftirsjár".

~*~*~*~*~*~*~*~*~



Í Nepal er vopnahléinu lokið og átök hafin á ný. Samtök sem annast fórnarlömb pyndinga "said most victims were poor and often wrongly accused by the authorities of being Maoists" (*).

No comments:

Post a Comment