Tuesday, November 30, 2004

Snarrót, tónleikar, fólkið, Úkraína o.fl.



Félags- og þjónustumiðstöð grasrótarhreyfinga, Snarrót, hefur nú starfað í nokkra mánuði og starfsemin verið hin líflegasta. Kvikmyndasýningar, fundir, almennt spjall ... það hefur verið mikið um að vera og gaman að taka þátt í því. Ef svo heldur áfram sem horfir, þá er þarna að verða til athvarf, vettvangur, gróðrarstöð fyrir grasrótina. Ég vil því hvetja þá sem enn hafa ekki heimsótt Snarrót að gera það sem fyrst og vera með.



Annað kvöld eru útgáfutónleikar geisladisksins Frjálsrar Palestínu á Gauki á Stöng. Rétt að minna á það.



Eitt enn sem er um að vera er Fólkið. Það er póstlisti og umræðuvettvangur fyrir fólk sem hefur fengið nóg af stríðsþátttöku Íslendinga og langar að gera eitthvað í málunum. Á póstlistanum er hægt að fá sendar tilkynningar um væntanlega atburði, senda sjálfur tilkynningar, og ræða málin, hvað sé rétt að gera, hvernig skuli gera það og svo framvegis.



Úkraína

gefnu tilefni hlýtur maður að spyrja sig hvor sé betri kostur, mafíustuddi Rússaleppurinn eða imperíalistastuddi Kanaleppurinn. Eða, ætti maður kannski frekar að spyrja hvor sé verri? Hvor heimsvaldastefnan er betri, sú rússneska eða sú bandaríska? Hvorum heimsvaldasinnunum viljum við fyglja að málum?

Þarna er á ferðinni false dilemma. Valið stendur milli tveggja slæmra kosta. Jústsénkó var alveg kosinn forseti Úkraínu og auðvitað á hann bara að verða forseti. En sú lausn mála er ekkert góð fyrir því. Jústsénkó er líka fulltrúi valdastéttarinnar, bara annars anga af henni.

No comments:

Post a Comment