Monday, November 1, 2004

Óeirðir í Kína kosta nokkra menn lífið. "...in clashes between minority Muslims and Han Chinese, officials said on Monday." John Chan, sem skrifar á World Socialist Web Site, hefur aðra sögu að segja. Ég átta mig vel á því að þeir sem standa fyrir svona óeirðum eiga sér oft engan sérstakan málsvara eða þannig, en er ekki eitthvað óeðlilegt við að vitna stöðugt í opinbera embættismenn, og helst enga aðra? Eins og í deilum Ísraela og Palestínumanna, ísraelski herinn er iðulega tekinn sem einhverskonar hlutlaus heimild. Hann er það ekki. Opinberir starfsmenn eru ekki hlutlausir. Hvorki kínverskir, ísraelskir né íslenskir.

Reuters og WSWS ber þó saman um að "tension, exacerbated by a widening wealth gap, has on occasion erupted in violence" -- og það er kannski það fréttnæmasta við þetta.







Og á meðan heldur Bandaríkjaher áfram að níðast á íbúum Fallujah.

No comments:

Post a Comment