Thursday, November 18, 2004

Ég fór í gærkvöldi á The Fall í Austurbæ. Við bróðir minn eru ekki stundvísustu menn í heimi og strætókerfið var auk þess í einhverju rugli, þannig að við misstum af Vonbrigðum en sáum þó síðustu lögin með Dr. Gunna. Síðan stigu The Fall á stokk.

Ég get ekki sagt að ég hafi verið hrifinn. Ekki það, að ég vissi ekkert við hverju ég ætti að búast, en úff! Fyrir utan að hljóðið var ömurlegt, þá fannst mér lítið til hljómsveitarinnar sjálfrar koma. Ég færi reyndar aftur á þá á grand rokk í kvöld ef ég kæmist, en kemst því miður ekki. Ætli það séu ekki mín reikningsskil við þessa hljómsveit? Ég býst við að ég eftirláti öðrum að kunna að meta hana.



En kvöldið reddaðist þó. Eftir tónleikana í Austurbæ kom ég við á Næsta bar þar sem var Torbjörn Egner-kvöld. Þar var semsé verið að flytja búta úr Ræningjunum í Kardimommubæ (og smá úr Dýrunum í Hálsaskógi) fyrir fullorðna. Alveg frábært. Egill Ólafsson tók sig vel út sem bæjarfógetinn Bastían. Þessi uppákoma reddaði kvöldinu alveg.

No comments:

Post a Comment