Thursday, November 18, 2004

Það er af nægum vandamálum að tala í stjórnmálum fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Eitt sem er mér ofarlega í huga um þessar mundir er niðingsskapur Bandaríkjamanna í Fallujah. Lesið þessa grein þar sem ástandið er krufið og fyrirslætti og lygaþvælu heimsvaldasinna splundrað. Í Fallujah erum við að fremja glæp gegn mannkyninu. Við erum ábyrg fyrir íslenskum stjórnvöldum og íslensk stjórnvöld gangast í ábyrgð fyrir glæpum gegn mannkyni í Fallujah. Það er undir okkur komið að gera eitthvað í málunum. Fyrsta skref: Mótmæli og krafa um að atlögunni verði hætt og stuðningur við stríðið dreginn til baka. Ef það tekst ekki verður að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. Við getum ekki látið hana blóða hendur okkar og setið hjá með hendur í skauti. Þá erum við samsek með aðgerðaleysinu.

Innan skamms verður fundur um þetta mál og mögulegar aðgerðir. Þeim sem hafa áhuga á þátttöku er hér með boðið að vera með. Hafið samband: vangaveltur@yahoo.com til að fá nánari upplýsingar.

No comments:

Post a Comment