Friday, March 17, 2006

Úr fréttum + fl.

Jón Karl Stefánsson skrifar um ótímabæran dauða Slobodans Milesovic: „Ótrúlegar rangfærslur íslenskra fréttastofa“ -- þessa grein hvet ég fólk til að lesa!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ráðherra kvaðst ekki vilja ræða Baugsmálið.“ Hah! Ég er ekki hissa á því. Skemmtilega hreinskilið svar, samt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Sigurður Hólm skrifar um herinn.
Valur Ingimundarson gerir slíkt hið sama, og mælir, eins og oft áður, af viti.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Gríðarlegar loftárásir nærri Samarra í Írak. 50 flugvélar og þyrlur geta borið ansi margar sprengjur og drepið ansi margt fólk. 50 flugvélar! Hvað réttlætir svona hroðalega árás?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hér getur að líta opið bréf til Hugo Chavez frá Bandaríkjamanninum Harry Minetree.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður, Mack að nafni (R-FL), lagði fram tillögu gegn Venezuela hjá „Subcommittee on Western Hemisphere Affairs in the House Committee on International Relations“ -- og bandarískir vinir venezúelsku þjóðarinnar skrifuðu þingmönnum sínum yfir 10.000 bréf, á aðeins nokkrum klukkustundum, til að mótmæla tillögunni (sem átti að heimila Bandaríkjastjórn aukna íhlutun í málefni Venezuela). Árangurinn varð sá að Mack og félagar hans drógu tillöguna til baka áður en kosið var um hana, vissir um að hún yrði ekki samþykkt. Það voru ANSWER-menn sem m.a. stóðu að mótmælunum, og þar á bæ eru menn að vonum ánægðir með árangurinn: „The People Defeated the anti-Venezuela Mack Resolution! ... Everyone who participated should feel proud. We must intensify our solidarity with the majority of people in Venezuela -- the 80% who live in poverty -- who are mobilizing a many-sided campaign for social, economic and political justice. ... This is a congratulations to all for your participation in this campaign.“ (Þessi texti er úr bréfi (dags. 16. mars) á póstlista ANSWER, en ég hef ekki fundið bréfið á netinu.)
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hægristjórn Rasmussens ver próvókatífar myndbirtingar Jótlandspóstsins (sem ég á eftir að skrifa meira um) en handtekur hins vegar fólk úr Vinstri-Sósíalistaflokknum fyrir að styðja FARC og PFLP. Hræsni? Helmut Arens skrifar um málið.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Evan Derkacz tekur fyrir og hrekur það bull sem margir hægrimenn hafa undanfarið lapið hver upp eftir öðrum, að Hugo Chavez sé gyðingahatari, allt að því nasisti. Það er auðvelt að misskilja (viljandi?) menn þegar orð þeirra eru (viljandi?) tekin úr samhengi! Það er líka auðvelt að bíta í sig vitleysu þegar menn gleypa órökstuddar dylgjur hráar og kynna sér málin ekki betur!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Norður-Kóreumenn áskilja sér rétt til „fyrirbyggjandi árásar“ á Suður-Kóreu, leppríki Bandaríkjanna, ef þeir telja sér ógnað. Ef þeir vildu gætu þeir vitnað í George Bush máli sínu til stuðnings. Samkvæmt honum á þetta víst að vera nýja normið í alþjóðlegum samskiptum. Er það ekki bara argasta afturhald að ætla sér að halda 350 ára gömul viðmið? Erum við, sem erum á móti árásarstríðum, ekki bara gamaldags? Ha? Svarið því nú helvítin ykkar!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í St. Bernard Parish á flóðasvæðunum í Louisiana eru menn að íhuga að setja hættulegt fordæmi: Ráða málaliða frá málaliðaleigunni DynCorp International sem „verktaka“ til að ganga í störf lögreglu. Hvað er eiginlega í gangi? Ekki nóg með að málaliðar séu óábyrgir og vafasamir, ekki nóg með að varasamt sé að blanda prívat gróða saman við nauðsynlega samfélagsþjónustu, heldur eru þeir meira að segja miklu dýrari starfskraftar heldur en venjulegir lögregluþjónar! Ég endurtek, hvað er eiginlega í gangi!?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Enn er tekist á í Frakklandi. Ég þarf að kynna mér nánar hvað er á seyði og hvað er í húfi.

No comments:

Post a Comment