Wednesday, March 1, 2006

Af Íran, Sómalíu og Afghanistan

Hægripressan er farin að tönnlast á því aftur að Saddam hafi átt gereyðingarvopn -- eða haft áætlanir um að koma sér þeim upp -- eða langað til þess.
Moggi greinir frá: Auðgun úrans er hafin í Íran. Því fyrr sem Íranar koma sér upp sprengjunni, þess betra. Þegar þeir eru komnir með hana eru þeir loksins öruggir fyrir árás Bandaríkjanna og Ísraels.
Menn gleyma (viljandi?) einu: Árásarstríð verður ekki réttlætt með gereyðingarvopnaeign. Kjarnorkusprengjur í skotstöðu réttlæta ekki einu sinni árásarstríð. Ef þær gerðu það, hvaða land á þá þúsundir slíkra?
Íslenska ríkisstjórnin á eftir að lepja úr görninni á Bandaríkjastjórn í þessu stríði eins og undanförnum stríðum. Halldór Ásgrímsson á eftir að taka fagnandi tækifæri til að bæta enn einu atriðinu á syndaregistrið, sem var nógu langt fyrir. Hvað getur maður sagt? Svei þeim sem leggja blessun sína yfir glæpi gegn mannkyni.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Jon Henke skrifar um Sómalíu og leggur út af grein á Mises.org sem honum finnst heimskuleg. Í stuttu máli sagt, þá er Sómalía skínandi (eða réttara sagt, rjúkandi) dæmi um hvers vegna „anarkó-kapítalismi“ er vonlaus. Það fer að nálgast heila öld síðan Lenín útskýrði þetta: Stéttamótsetningar -- semsagt andstæðir hagsmunir, samstíga við stéttarstöðu -- verða smám saman meiri og meiri þangað til þær verða ósættandi. Á því stigi er það nauðsynlegt að til komi ríkisvald sem setur niður mótsetningarnar með ofbeldi -- með því að áskilja sér einkarétt á ofbeldi. Þetta verða óhjákvæmileg örlög Sómalíu, og Henke lýsir því ágætlega.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Afghanistan berjast fangar fyrir frelsi sínu, gegn leppum Bandaríkjastjórnar. Getur maður annað en haft samúð með þeim? Maður er varla terroristi þótt maður hafi samúð með mönnum sem leggja allt í sölurnar til að brjótast úr böðla höndum.

No comments:

Post a Comment