Friday, March 10, 2006

Glæpamaður og lygari saurgar Háskóla Íslands á mánudag nema...

Í hádeginu, næstkomandi mánudag, verður fyrirlestur í Odda. Þar mun lygarinn og glæpamaðurinn Michael Rubin fjalla um spurninguna „Hvað er Bandaríkjastjórn að vilja í Miðausturlöndum?“ Hann er framarlega í flokki neo-cons í Washington, hefur verið ráðgjafi við Pentagon og átti verulegan þátt í því að gefa Bandaríkjastjórn slæm ráð um Íraksstríðið. Hann er ákafur stuðningsmaður árásarstríðs -- glæps gegn mannkyni. Tryggð Rubins lýtur ekki að Bandaríkjunum heldur Ísrael. Árið 2002 skrifaði hann grein þar sem hann sagði að Mary Robinson, frv. forseti Írlands og núverandi High Commissioner of Human Rights hjá Sameinuðu þjóðunum, væri stríðsglæpamaður vegna stuðnings síns við Palestínumenn. Þessi siðskerta mannfýla á ekkert erindi á ræðupall hjá Háskóla Íslands. Nú er spurningin, hvernig verður komið í veg fyrir þennan ófögnuð?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nú, Kínverjar gagnrýna Bandaríkjastjórn fyrir mannréttindabrot. Varla hefur þeim þótt það leiðinlegt.

No comments:

Post a Comment