Thursday, March 2, 2006

Af álveri og öðru

Þá er það komið í ljós: Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu stjórnvöld við því fyrir meira en tveim árum síðan, að íraska andspyrnan hefði djúpar rætur og að henni mundi vaxa ásmegin eftir því sem fram liði. Ráðamenn hefðu líka getað lesið bloggið mitt eða eitthvað af þúsundum blogga, heimasíðna, blaða og bóka þar sem þetta kom fram. Það vissu nefnilega allir sem kærðu sig um, að andspyrnan yrði kröftug.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á Vísi segir: „Halldór Ásgrímsson ... telur ekki að álverið muni valda aukinni þenslu í hagkerfinu.“ AUÐVITAÐ segir hann það! Það þarf heldur ekki stjórnmálafræðing til að skilja hvers vegna! Ráðamenn skella skollaeyrum við hollráðum og viðvörunum þeirra sem vita betur, vegna þess að borgaraleg stjórnmál snúast ekki um að gera það sem best er að gera, heldur að moka sem mest undir þá sem hafa mest völd. Við vitum hverjir hafa hendurnar upp að olnbogum í görninni á hverjum.
Ríkisstjórn Halldórs kvislings Ásgrímssonar er leppur fyrirtækisins ALCOA, smánar þjóðina, níðir niður landið, hleður undir samviskulaust heimsvaldaauðmagn og þiggur hundsgjald fyrir.
Á meðan, annarsstaðar í bænum: „Mótmælendur ruddust inn á skrifstofu Alcoa“, „Ungliðar mótmæltu álverframkvæmdum“ [sic], „Mótmæli við skrifstofu Alcoa í Reykjavík“, „Mótmæli við skrifstofur Alcoa í Reykjavík“ (önnur frétt með sama nafni). Lesið meira rant eftir mig á Egginni.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Baburam Bhattarai var að missa móður sína áttræða. Það var leitt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Íranskir byltingarverðir búa sig undir að loka Hormuz-sundi ef til átaka kemur.

No comments:

Post a Comment