Wednesday, March 15, 2006

Rachel Corrie, ártíð píslarvottar

Í dag eru þrjú ár frá því Rachel Corrie var kramin til dauða undir jarðýtu, af ísraelskum jarðýtustjóra í Rafah á Gazaströndinni. Hún var fyrsti erlendi aktívistinn sem Ísraelar drápu. Hennar sök var að reyna að koma í veg fyrir það að palestínskt íbúðarhús yrði jafnað við jörðu, og hún galt fyrir með lífi sínu. Enn hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir þetta dráp. Ekki ísraelski ýtustjórinn, ekki yfirmenn í ísraelska hernum sem reyndu að gera lítið úr málinu eða drepa því á dreif, ekki bandaríska Caterpillar-verksmiðjan sem framleiðir og selur Ísraelum brynvarðar jarðýtur, sérhannaða til þess að eyðileggja hús Palestínumanna.

No comments:

Post a Comment