Monday, March 13, 2006

Michael Rubin áðan

Ég var í Odda og hlustaði á Michael Rubin. Ég get ekki sagt að ég hafi verið hrifinn. Skrifa meira um það í kvöld eða nótt, en ætla að faraút í Odda líka, þar sem hann spýr áróðri klukkan 17. Rubin var kærður til lögreglu í morgun. Mun lögreglan sinna þeirri skyldu sinni að taka þennan glæpamann fastan áður en hann fer úr landi? Mun hún gera það? Breytni lögreglunnar í dag og á morgun - þ.e.a.s. hvort hún tekur hann fastan eða ekki - verður vísbending um hverjum hún þjónar í raun. Lögreglan lét sig ekki muna um að ofsækja erlenda umhverfisverndarsinna í sumar, en þegar mönnum með umtalsverða aðild að alþjóðlegum glæpum á borð við árásarstríð þóknast að sneypa Íslendinga með nærveru sinni, hvar er hún þá? Hvar? Mér er spurn. Kæruna má sjá á Egginni og á Friðarvefnum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Andrea Ólafsdóttir skrifar um nýju vatnalögin á Eggin.net.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Líkið af Milosevic afhent. Ég hef efasemdir um að lát hans hafi borið að með náttúrulegum hætti. Nánar um það í næsta bloggi.

No comments:

Post a Comment