Friday, January 6, 2006

Úr fréttum

Sharon berst fyrir lífi sínu og það er að verða lýðum ljóst að stjórnmálaferill hans er á enda runninn. Ekki þykist ég vita hvað tekur við, en er bærilega bjartsýnn á að þetta gefi Amir Peretz breik til að stýra Verkamannaflokknum til valda og láta gott af sér leiða.
=== === === ===
Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hvetur landa sína til að sniðganga vörur frá Ísrael. Heyr heyr!
=== === === ===
Jæja, þá er hafinn gamli jarmkórinn um andsemítisma. Í þetta sinn er það Hugo Chavez sem á að vera andsemíti.
=== === === ===
Ahmadinejad óskar Morales til hamingju, Morales lýsir yfir áhuga á samræðum við Ahmadinejad sem fyrst.* Er þetta ekki háll ís? Annars vegar kann Ahmadinejad að vera vafasamur bandamaður, hins vegar gæti svo farið að Morales veiti ekki af pólitískum stuðningi.
=== === === ===
Gorkhapatra, nepölsk síða sem er hliðholl konunginum, greinir frá því að nepalskir maóistar og indverskir Naxalbari-maóistar ætli að framlengja "Red Corridor of Armed Struggle" alla leið suður til Andra Pradesh. RAOnline greinir líka frá þessu og hjá þeim er líka birt kort sem setur fréttina í landfræðilegt samhengi. Þetta er nefnilega metnaðarfullt verkefni. Tekst þeim þetta? Tja, það er nú það.
Talandi um nepalska maóista, þá hvet ég áhugasama til að taka frá mánudagskvöldið 13. febrúar nk. Nánari upplýsingar er nær dregur.
=== === === ===
Írakar hefja nýja árið með hroðalegu mannfalli.

No comments:

Post a Comment