Thursday, January 5, 2006

Nepal, Sharon o.fl.

Átökin eru hafin aftur í Nepal. Mogginn greinir frá „fjárkúgun“ í þorpi einu afskekktu. Ætli það hafi ekki bara verið innheimta byltingarskattsins? Er það nokkuð meiri fjárkúgun en önnur skattheimta? Maóistar hafa jú byggt upp paralell ríkisvald á svæðunum sem þeir ráða yfir.
=== === === ===
Í dag er grein eftir mig á Vantrú.
=== === === ===
Sharon hefur fengið alvarlega heilablæðingu. Eins og einhver komst að orði, þá er það ekki kræsilegt hlutskipti að vera maðurinn sem mestallur heimurinn bíður eftir að deyi.
=== === === ===
Á heimasíðu Vináttufélags Íslands og Kúbu er merkisfrétt: „Dagana 14.-16. febrúar næstkomandi verður Aleida Guevara March, gestur frá Kúbu, stödd hér á landi.“ Millinafnið Aleidu er vísbending um hverra manna hún er.
=== === === ===
Í dag eru 55 ár frá því sósíalistar dreifðu dreifibréfi meðal verkamanna í Bretavinnunni til að hvetja þá til verkfalla -- ef þess þyrfti -- til að geta verið í stéttarfélagi. Dreifing bréfsins varð kveikjan að Dreifibréfsmálinu svokallaða, sem kostaði Einar Olgeirsson og félaga hans fangelsinsvist á Bretlandi.

No comments:

Post a Comment