Tuesday, January 31, 2006

Af sigri Hamas

Abbas segir Palestínumenn standa við gerða samninga“. Gott og vel. Hvenær kemur röðin að Ísraelum að standa við gerða samninga? Og annað: „Hamas-samtökin neita [skiljanlega] að afvopnast“, en „Evrópusambandið sagðist í dag tilbúið að halda áfram að styðja efnahagsuppbyggingu Palestínumanna og nýja ríkisstjórn Palestínumanna undir stjórn Hamas ef samtök snúa baki við ofbeldi og breyti afstöðu sinni til Ísraels.“ Ef þau snúa baki við ofbeldi, já. Hvers vegna eru Ísraelar ekki krafðir um að snúa baki við ofbeldi?
Hvers vegna er ekki lögð sama mælistika á Ísraela og Palestínumenn!?

Amira Hass skrifar: „PA citizens complain at checkpoints: `We`re sick of thieves stealing our money`“. Í þessari grein kemur fram það sem ég held að sé aðalástæðan fyrir sigri Hamas í Palestínu:
`I`m not religious,` he said. `I don`t pray. I don`t fast. But I`ll vote Hamas, because we`re sick of the thieves, we`re sick of them stealing our money. We`ve received billions of dollars from the world, and where are they?`
[...]
In public interviews, senior Hamas officials reject the theory that their victory was due to a mass protest vote against Fatah. They insist they won because people have adopted their ideology. But in private, one Hamas activist from Gaza who is close to the movement`s leadership rejected this view.
`It`s clear the reason is disgust at Fatah,` he said. `Most of the Palestinian public doesn`t belong to anyone, doesn`t support anyone. We have 1.34 million voters. At major demonstrations - how many people can each organization bring? That`s our way of measuring. How many can Hamas bring? 80,000? Fatah - 50,000? So let`s say 200,000 are ideologically identified with the various parties. More than 1 million aren`t politically affiliated, and they decided: We`re sick of Fatah, and Hamas provides an example of a different type of leadership.`

Hugmyndafræði Hamas er ekki það sem heillar, heldur sú ímynd Hamas-manna að þeir séu ekki spilltir og geri ekki málamiðlanir -- það er að segja, séu ekki landráðamenn. Þetta -- að hugmyndafræði þeirra sé ekki það sem heillar -- er m.a. stutt af skoðanakönnun sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti Palestínumanna vilji friðarsamninga við Ísraela.
Þá er annað sem vert er að veita athygli: Hamas-menn eru fúsir að semja um vopnahlé. Það er nú öll óbilgirnin. Annars vegar er það gott og blessað að þeir séu fúsir til þess, en á hinn bóginn gæti það hæglega orðið skálkaskjól til að gerast sellát og hlaupast undan merkjum þjóðfrelsisbaráttunnar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nú, þessi Al-Zawahri virðist vera lifandi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Saddam gekk úr réttarsal sem frægt er orðið. Það fylgir ekki fréttinni sem ég vísa í, en var sagt í sjónvarpsfréttinni, að hálfbróðir hans, Barzan al-Tikriti, hefði (réttilega) hafnað dómstólnum, kallað hann skrípaleik og neitað að viðurkenna hann. Auk þess sagði hann að þessi dómstóll væri eins og dóttir hóru. Hvað sem segja má um þessa karla, þá kunna þeir að koma fyrir sig orði.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Kanada: Námamönnum bjargað“. Í Bandaríkjunum köfnuðu þeir. Velkist einhver í vafa um mikilvægi þess mannréttindamáls að fólk fái að vinna í sem öruggustu umhverfi?

No comments:

Post a Comment