Tuesday, January 24, 2006

Trotskíistar í NYC; Hugo Chavez situr ekki á friðarstóli

Trotskíistar dreifðu Workers' Vanguard (ágætt blað en uppsetningin er ekki aðgengileg) meðal verkfallsmanna í New York í desember. Jarrett Murphy skrifar í Village Voice: „Socialists, Scabs, and the "Union Soul"“ af því þegar fulltrúar verkalýðsfélaganna reyndu að stugga þeim í burtu: „While most strikers seemed on the same page at picket sites in the Bronx and Manhattan visited over the past two days, there were signs at 207th Street of fissures appearing. "There's a lot of internal divisions," Rivera said, although reluctant to describe them to the media. He did say the problem included, "People coming here to talk about the president, and it divides us."“ Er þetta eitthvað grín? Menn koma, dreifa blöðum og bæklingum þar sem verkfallið er sett í samhengi við stéttabaráttuna að öðru leyti, og verkalýðsforystan segir þeim að hypja sig?? Sko: Ég get fallist á að í sumum -- eða mörgum -- málum skipti málefnaleg og þverpólitísk samstaða meira máli en flokkadrættir. En kallast það að „kljúfa verkfallsmenn“, að gagnrýna sömu stjórnvöldin, sömu yfirstéttina og þeir eru að berjast gegn? Hvaða della er þetta eiginlega??
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Húgó Chavez er valinn maður ársins á Kúbu. Ég held að það sé verðskuldað. Á sama tíma mótmæla andstæðingar hans honum á götum Caracas og krefjast „sanngjarnra kosninga“ í staðinn fyrir kosningarnar sem þeir ákváðu sjálfir, í samráði við bandaríska baktjaldamakkara, að sniðganga frekar en að skíttapa þeim! Andstæðingar Chavez hafa trekk í trekk haft rangt við, án þess að hafa sigur á höfuðandstæðingi sínum -- almenningi í Venezuela.

No comments:

Post a Comment