Wednesday, January 4, 2006

Frá Nepal; úr fréttum

Evrópusambandið kallar á tvíhliða vopnahlé í Nepal. Já ... það er hægt að kalla á, en hvernig ætla menn að fylgja því eftir? Hvað býr að baki þessari ósk? Hvers virði er samþykkt eða ályktun eða áskorun sem ekkert hefur á bak við sig?
National Human Right Commission í Nepal harmar það að maóistar hafi ekki framlengt einhliða vopnahlé sitt. Ég harma það líka, en skil samt ástæðuna; þeir voru tilneyddir. Hversu lengi er hægt að halda einhliða vopnahlé og sitja um leið undir árásum stjórnarhersins? Er hægt að ætlast til þess? Nei -- þetta pólitíska örþrifaráð kóngsins (sem ég rakti í gær) knúði maóista til að verjast. Ég hef annars tekið eftir því að fjölmiðlar orða fréttir gjarnan maóistum í óhag -- hlutdrægt, með öðrum orðum. BBC, til dæmis: „Nepal Maoists abandon ceasefire“ -- auðvitað skilja þetta á hvorn veginn sem er, en fyrir lesanda sem ekki hefur bakgrunninn hljómar þetta eins og vopnahléð hafi verið tvíhliða –- sem það var ekki -- og maóistar hafi þannig átt frumkvæði í því að hefja átök á nýjan leik. Það er einfaldlega rangt.
=== === === ===
Morales í Bólivíu og Castro á Kúbu heita samstarfi í mennta- og heilbrigðismálum. Það er ekkert nema gott um það að segja. Annars skiptast Kúbustjórn og Bandaríkjastjórn á skeytum.
Á WSWS eru menn fullir efasemda um Morales.
=== === === ===
Verri fréttir frá Perú: Í forsetakosningum í apríl nk. þykir líklegt að hægriöfgasinnaður fyrrum herforingi, Ollanta Humala að nafni, verði sigursæll. Keppinautur hans er Lourdes Flores, frv. þingkona fyrir kristinn hægriflokk. Á meðan rotnar Abimael Guzmán í fangelsi.
=== === === ===
Íbúar borgarinnar Tel Afar í Írak krefjast óháðrar rannsóknar á stríðsglæpum Bandaríkjamanna, sem m.a. eru sakaðir um að hafa notað hvítan fosfór og örbylgjuvopn gegn óbreyttum borgurum.
=== === === ===
Eru Bandaríkjamenn að undirbúa árásir á Íran?

No comments:

Post a Comment