Tuesday, January 17, 2006

Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 + fleira mikilvægt

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, mun í dag leggja til í borgarstjórn að Reykjavíkurborg leggist gegn öllum frekari virkjunarframkvæmdum í Þjórsárverum og að fallið verði frá gerð Norðlingaölduveitu. Reykjavíkurborg á 45% í Landsvirkjun.*
Þetta verður klukkan 14 og umhverfisverndarsinnar ætla að sýna stuðning sinn með því að safnast fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur!
Ég skora á fólk að mæta!
=== === === ===
Ný grein á Gagnauga: Dauðasveitir Coca Cola
=== === === ===
Fáheyrð hækkun á matarkörfunni undanfarna 8 mánuði! Fjandakornið, meira en 30%!
=== === === ===
Það var verið að myrða 76 áragamlan morðingja í Bandaríkjunum. Í fyrri frétt sagði: „Hann fékk hjartastopp í september sl., en læknar komu honum til bjargar og hann var fluttur aftur á dauðadeildina í San Quentin-ríkisfangelsinu í Kaliforníu.“ Með öðrum orðum: Hann dó en var lífgaður við svo að hægt væri að taka hann af lífi.
Kaldhæðnislegt?
Gálgahúmor, kannski?
=== === === ===
Shell-menn ætla hvergi að hvika frá olíulindunum í óshólmum í Nígeríu, þar sem þeir hafa starfað með vægast sagt ógeðfelldum hætti. Heitir þetta ekki að vera staðfastur?
=== === === ===
Kommadistró Íslands fer stækkandi, tékkið á því!
=== === === ===
Framsóknarflokkurinn og Hjálmar Árnason boxhanska frá Múrnum.
=== === === ===
Það er grein eftir mig á Vantrú í dag.
=== === === ===
Guðmundur Svansson skrifar um DV og umræðu um hallarekstur og arðsemi. Ég sé ekki betur en að honum yfirsjáist sá augljósi ávinningur sem eigendur DV hafa af að eiga það, sem er einfaldlega sá að fjölmiðli fylgja völd. Völd eru hin hliðin á peningum og vice versa. Þarf eigandinn sjálfur að hafa puttana í fjölmiðlinum til þess að njóta góðs af völdunum? Nei, auðvitað ekki. Ritstjórinn dettur ekki af himnum ofan, hann er vitaskuld valinn af stjórnendunum. Hafa eigendur 365 miðla notið góðs af DV-völdunum? Já, ég býst við að maður hljóti að segja það. Alla vega hafa DV-menn komið þónokkrum þungum höggum á ríkisstjórnina. En eins og Gvendur bendir réttilega á, þá er það „vel þekkt að menn séu tilbúnir að reka fyrirtæki með tapi ef þeir hafa trú á því að reksturinn geti orðið arðsamur í framtíðinni.“ Þessi orð eiga ekki bara við peninga, heldur líka völd.
=== === === ===
Svo er hér spurning sem má velta fyrir sér: Ættu þeir sem fylgjast ekki með stjórnmálum og hafa engan áhuga á þeim að kjósa?

No comments:

Post a Comment