Thursday, January 19, 2006

Fréttir af gangi mála í Nepal, auk annars

Ef einhver er á ferðinni á háskólasvæðinu í hádeginu, þá held ég að þetta gæti verið fróðlegur fyrirlestur (Askja kl. 12:15).
=== === === ===
Haldið þið ekki að Egill Helgason taki upp hanskann fyrir Karl biskup og hendi í leiðinni hnútum í Vantrú? Þessi grein hans er svo frábært safn af rökvillum að það virðist næstum því vera með ráði gert!
=== === === ===
Það er rétt að benda á þetta:
Skeptíkus kynnir:
= One Nation Under God =
Stofa 132 í Öskju :: Fimmtudaginn 19. janúar :: Kl: 20:00 :: Aðgangur ókeypis
One Nation Under God er 85 mínútna löng heimildarmynd um aðferðir samtaka heittrúaðra kristinna manna í Bandaríkjunu til þess að "lækna" samkynhneigð. Aðferðirnar eru allt frá því að láta "fyrrverandi homma" spila ruðning, til þess að vera heilaþvottur í líkingu við Clockwork Orange. Myndin er á köflum fyndin en ætti líka að vekja fólk til umhugsunar.
=== === === ===
Ágústínusarverðlaun Vantrúar 2005 hafa verið veitt fyrir „framúrskarandi“ frammistöðu í guðvísindum á árinu 2005. Tíu prestar og guðfræðingar tilnefndir. Lesið þetta!
=== === === ===
Ísrael: Áætlun um eyðingu 24 gyðingabyggða
=== === === ===
Á SketchyThoughts hafa blogg um uppreisnina í Frakklandi í haust verið tekin saman í tímaröð.
=== === === ===
Rússar eru búnir að þróa ofureldflaug sem kallast Topol RS 12. Í þessari grein er sagt frá henni og þeim hernaðarlegu yfirburðum sem hún hefur. Þarna hafa Rússar stigið umtalsvert skref til þess að minnka bilið milli sín og Bandaríkjamanna í vígbúnaðarkapphlaupinu.
=== === === ===
Á Samudaya er grein eftir Sarahana sem nefnist „Out-manuevering the Maoists socialistically“. Sarahana segir að nepölsku maóistarnir búi við tvö vandamál sem skæruliðahreyfingar eigi venjulega ekki við að etja:
1. The recruitment that is essential to the growth and sustainability of the movement has been significantly reliant on coercion of some form. ...
2. A significant number of voluntary recruits are not politically or ideologically disciplined.
...og rekur síðan hvaða þýðingu þetta hefur fyrir gang mála í Nepal. Athyglisverð lesning, þykir mér.
Af nepölsku byltingunni er það annars nýjast að frétta, að frá því einhliða vopnahlé maóista rann út um daginn hafa átök blossað upp og farið vaxandi, ef eitthvað er. Á laugardaginn gerðu maóistar árásir á tvær lögreglustöðvar og a.m.k. 12 lögreglumenn féllu. Í kjölfarið var sett á útgöngubann í Kathmandu og úthverfinu Lalitpur. Mannréttindanefnd Asíu hefur fordæmt útgöngubannið og aðrar ráðstafanir sem hún segir vera mun harðneskjulegra en aðstæður gefi tilefni til -- en þeir sem brjóta bannið eiga yfir höfði sér mánaðar fangelsi og ef þeir reyna að komast hjá handtöku hafa vandsveinar konungsins heimild til að skjóta til að drepa. Í trássi við bannið hafa námsmenn og aðrir íbúar Kathmandú mótmælt konungdæminu á útifundum. Það er óhætt að minna á eðli nepölsku ríkisstjórnarinnar, sem er ólýðræðisleg í meira lagi. Konungurinn hrifsaði öll völd 1. febrúar síðastliðinn og stjórnar síðan með valdboðinu einu.
Loks vil ég benda á greinargerð á Samudaya: „Target: Kathmandu“ þar sem sést yfirlit yfir atburði síðustu mánaða. Skemmst er frá því að segja, að ekki verður betur séð en maóistar ætli sé að taka Kathmandú áður en langt um líður. Spáð er „rauðum febrúar“ í Nepal. Ég, fyrir mitt leyti, held að nepalska konungdæmið endist ekki út árið.

No comments:

Post a Comment