Friday, January 20, 2006

Margt athyglisvert......

Ósama býður BNA frið. Hvað skal segja? Ósama er annaðhvort skammsýnn og illa haldinn af óhóflegri bjartsýni, eða útsmoginn, hagsýnn og handbendi illa spilltra elementa í bandaríska stjórnkerfinu. Ég tel síðari kostinn líklegri. Heimskur er hann nefnilega ekki, hvað sem öllu líður.
=== === === ===
Sjálfskipaðir siðgæðisverðir Íslands mótmæla áformum um að heimila kirkjublessun blóðskammar. Hvað getur maður sagt? Ætli þetta dæmi sig ekki bara sjálft?
=== === === ===
Ef þessar tölur er að marka, þá gætu horfur í kúgun Ísraela á Palestínumönnum verið að fara batnandi.
=== === === ===
Mike Whitney skrifar um Sharon og hvernig Thomas Friedman reynir að fegra minningu hans.
=== === === ===
Andrew Cockburn skrifar: „How Many Iraqis Have Died Since the US Invasion in 2003? -- 30,000? No. 100,000? No.“ -- í henni fjallar hann um vel rökstuddar niðurstöður rannsókna á mannfalli í Írak frá upphafi innrásarinnar, þar sem í ljós kom að mannfallið er mun meira en sagt hefur verið frá í fréttum -- og margföld talan (um 30.000) sem George W. Bush nefndi sem ágiskun í ræðu á dögunum.
=== === === ===
Eftir árás í Níger-ósum, sem kostaði 17 manns lífið, íhuguðu Shell-menn að draga sig út úr umsvifum í olíuvinnslu á svæðinu. Í ósum Níger hafa Shell og Nígeríustjórn farið fram með miklum ruddaskap og ofbeldi undanfarin ár, og heimamenn skiljanlega brugðist við -- með því að grípa til vopna. Viðbrögð þeirra eru greinilega ekki árangurslaus!
=== === === ===
Ég vil að lokum benda fólki á að skoða það góða framtak sem Hallveigarbrunnur.is er. Þar gefast Reykvíkingum tækifæri til að koma með uppástungur um umhverfis- og skipulagsmál borgarinnar. Ég er hæstánægður með þetta! Á [frekar frumstæðum] umræðuvettvangi síðunnar var ég t.a.m. að hefja máls á tvennu: Göngustígum sem liggja í gegn um græn svæði og ólestri sem maður á ekki að verða var við í hundahaldi. Bæði málin hafa brunnið á mér lengi og ég er feginn að koma þeim frá mér. Ég varð auk þess feginn því að sjá að ég er ekki einu áhugamaðurinn um að það verði frítt í strætó.
Vitiði hvað, ég er svo ánægður með þetta að ég bæti mynd í hausinn á blogginu!

No comments:

Post a Comment