Tuesday, January 3, 2006

Nepalskir maóistar taka aftur upp vopn

Eins og Morgunblaðið greinir frá hafa nepalskir maóistar bundið endi á einhliða vopnahlé sitt, eða, réttara sagt, þeir framlengja það ekki lengur. Vopnahléð settu þeir einhliða á 2. september síðastliðinn og stóð það þá í þrjá mánuði, en var framlengt um einn mánuð. Allan tímann var þetta vopnahlé einhliða, m.ö.o. ríkisstjórn konungsins leit ekki svo á að hún væri bundin af því. Maóistar segjast reiðubúnir að endurskoða þetta, og hefja vopnahlé að nýju, svo fremi að her konungsins hætti að ráðast á þá.
Haft er eftir Prachanda formanni að sveitir maóista séu í varnar- og viðbragðsstöðu. Árásir konungshersins fari vaxandi, svo maóistar séu tilneyddir að svara fyrir sig og hefja gagnsókn, til varnar sjálfum sér og lýðræðinu. Sveitarstjórnarkosningarnar 8. febrúar nálgast -- eða, réttara sagt, sýndar-kosningar -- og maóistar, jafnsem þingræðisflokkar -- hafa einsett sér að hindra framkvæmd þeirra.
Tröllasögur eru hafðar eftir talsmanni nepalska hersins. 4000 felldir? Lygi!
Eins og ég skrifaði um á annan í jólum þykir sumum orðin „Skák og mát“ best lýsa stöðunni sem Prachanda og félagar komu Gyanendra og kónum hans í, með því að lýsa yfir einhliða vopnahléi. Með því að bjóða vopnahlé -- og hefja það sjálfir -- réttu þeir krúnunni ólífugrein. Gat kóngsi tekið við henni? Damned if you do, damned if you don't. Með því að gera það hefði hann viðurkennt frumkvæði þeirra og pólitískt vald. Með því að gera það ekki (sem hann kaus) var hann afhjúpaður sem aðalþröskuldurinn á vegi Nepals til friðar. Snilldarútspil hjá maóistum. Styrkja stöðu sína og afhjúpa hið sanna eðli andstæðingsins í senn. Já, þetta var snilldarútspil. Hvað gat kóngsi gert? Hvað gat hann gert? Það sem hann gerði var sennilega aþð skásta í stöðunni fyrir hann sjálfan. Halda uppi „low profile“ hernaði gegn maóistum og brýna þá þannig til að svara fyrir sig, í von um að hann gæti látið það líta illa út fyrir þá þegar þeir tækju upp vopn að nýju. Þeir hafa jú miklu verri aðgang að fjölmiðlum en hann.
Accusing Government of continuing its military operations even during the ceasefire period, the top Maoist leader Prachanda, said the Maoists were "compelled" to break the ceasefire. Maoists are annoyed that during their unilateral ceasefire, the government mounted a massive offensive against the Maoists in the western Nepal district of Rolpa, said to be a Maoist stronghold, adding that "When this happens, the Maoists have no option but to resort to confrontation".[*]
Indverjar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Sameinuðu þjóðirnar og aðrir hafa varla haft annað um málið að segja en einhverja lúpulega tvístígandi. „Það er slæmt að átök hefjist að nýju“ er eiginlega innihlaidð í því, varla meira. Bandaríkjamenn geta, af pólitískum ástæðum, hvorki stutt Gyanendra né fordæmt maóista. Sama má segja um Pakistana og Kínverja, sem þó eru helstu stuðningsmenn kóngsa. Allt hið vandræðalegasta fyrir heimsvaldaríkin. En ég er bjartsýnn. Ég held að eftir ár verði öðruvísi um að litast í Nepal: Ég held að það hilli undir lýðveldisstofnun, eða, að minnsta kosti, stofnun lýðræðisríkis með konungdæmi sem ekki er nema táknrænt. Nepalir munu þá geta andað léttar. En eins og staðan er núna er ekki um annað að ræða fyrir þjóðir Nepals en að berjast fyrir frelsi sínu, taka á öllu sem þær eiga.
Eitt var ég að uppgötva um Nepal og maóistana, frétt sem fór framhjá mér í febrúar þegar hún var flutt:
Chinese Foreign Ministry spokesman Kong Quan ... expressed indignation at foreign media who call Nepal's anti-government rebels "Maoists", which stains the memory of the great leader of the Chinese revolution, Chairman Mao Zedong.
Það var nefnilega það! Kínastjórn opinberar enn og aftur gagnbyltingareðli sitt! Var Maó hinn fullkomni, mesti og frábærasti byltingarmaður allra tíma? Nei, það var hann ekki. Kínastjórn hefur hins vegar færst öll í afturhalds- og gagnbyltingarátt undanfarinn aldarfjórðung eða svo (og var reyndar löngu byrjuð á því áður). Það er hneyksli að þessir heimsvaldasinnuðu ríkiskapítalistar skuli kalla sig kommúnista. Þeim væri nær að líta til Prachanda og félaga eftir fyrirmynd.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á nýjársdag var grein eftir Madeleine Albrigt í Morgunblaðinu. Sú grein var alveg stórkostleg samsuða af rökvillum, staðleysum og útúrsnúningum. Ég ætla ekki að fjölyrða um innihald hennar; veit ekki einu sinni hvar ég ætti að byrja.
Það skal enginn segja mér að hún trúi þessu sjálf. Svona rökvillukokteill verður varla til af sjálfu sér.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég vil benda á að Gagnauga hefur að undanförnu flutt hverja merkisfréttina á fætur annarri. Sjáið með eigin augum, meðal annars „150+ 9/11 'Smoking Guns' Found in the Mainstream Media“, „WHY ISN’T SADDAM BEING TRIED FOR GENOCIDE?“, „2005 in Review: Power, Politics and Resistance“ og „Pupils Being Given 'Patriotism' Tests in Washington State Schools“ -- allt saman merkisfréttir, sem fæstar rata á síður Morgunblaðsins.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á nokkrum stöðum í heiminum heyr alþýða manna hetjulega frelsisbaráttu. Ég hef á þessu bloggi tjáð mig um nokkra vettvanga slíkrar baráttu, en einni hef ég lítinn gaum gefið. Á því gæti orðið breyting. Þjóðfrelsishreyfing Zapatista í Chiapas í Mexíkó hefur komist í Moggann. Þeir hafa hafið kynningarferðalag um landið, eins konar Bylgjulest.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
71 hryðjuverkamaður? -- Ég efast ekki um það, ef þið spyrjið talsmann valdsins.

No comments:

Post a Comment