Thursday, January 26, 2006

Snarrót er komin með nýja heimasíðu!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hér getur að líta lista yfir 148 lönd, raðað eftir því sem mér sýnist vera greiðsluhalli. Noregur kemur best út, Qatar í öðru sæti, Sviss í þriðja og svo koll af kolli, alls 148 lönd. Bandaríkin reka lestina með mikinn greiðsluhalla -- og þétt þeim við hlið standa engir aðrir en ... Íslendingar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nú, það styttist í kosningar í Bandaríkjunum. SEP bjóða fram, að sjálfsögðu. Ef ég hefði kosningarétt í Bandaríkjunum býst ég við að þeir hlyti stuðning minn. Ég skil samt ekki þessa trú sem þeir hafa á þingræðinu. Fulltrúalýðræði og kosningakerfi Bandaríkjanna eru hönnuð með hagsmuni valdastéttarinnar í huga -- og valdastéttin hefur fyrir löngu lagað sig og baráttu sína eftir kerfinu -- þannig að hvernig ætti sósíalismi að eiga nokkuð uppdráttar sem lagafrumvarp? Ef það væru sett lög um að einkaeignarréttur á framleiðslutækjum væri afnuminn, til dæmis, mundu kapítalistar þá bara dæsa og sætta sig við að partíið væri búið?
Ætli það?

No comments:

Post a Comment