Tuesday, October 30, 2007

Hress mótmæli

Jæja, fór við annan mann og við mótmæltum fyrir framan Hilton/Nordica. Ekki máttum við standa inni, en fengum að standa úti eins lengi og við vildum, alveg uppi við húsið (þótt það sé reyndar einkalóð og þeir hefðu þannig séð getað rekið okkur í burtu). Tvær löggur komu og höfðu svosem ekkert við friðsamleg mótmæli að athuga.
Þannig að þegar við nenntum þessu ekki lengur, þá fórum við fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna og mótmæltum þar. Þangað kom hvorki meira né minna en Stefán Eiríksson lögreglustjóri. Hann var nú ekkert að stressa sig, en útskýrði fyrir okkur hvar við mættum vera og hvar við mættum ekki vera og þannig -- og ég hugsa reyndar að það hafi þrátt fyrir allt staðist að við mættum ekki vera á stéttinni beint fyrir framan húsið. Þarf að kanna það betur. Hann var bara hress, og líka sá sem var með honum, góðlegur fullorðinn maður. Ég notaði tækifærið til að hrósa Stefáni fyrir hvað hann væri sýnilegur í starfi.
Öryggisverðir sendiráðsins voru ekki eins hressir. Það hlýtur að fara í spælurnar á þeim að mega ekki gera manni neitt þegar maður stendur þarna í sakleysi sínu, og að maður skuli þekkja rétt sinn.

No comments:

Post a Comment