Wednesday, October 17, 2007

Umhugsunarverð ummæli

Morgunblaðið sagði á föstudaginn, með stríðsfyrirsögn, að "borgarstjórn" hefði verið "bylt". Hver hefði búist við því að Björn Ingi Hrafnsson væri byltingarleiðtogi Íslendinga? Svandís Svavarsdóttir sagði að "hreyfing almennings" hefði fellt meirihluta borgarstjórnar á dögunum. Varð einhver var við það?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef það er eitthvað sem okkur vantar, er það þá ekki önnur innrás í Írak?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Baskalands? Kannski að það sé bara ágæt hugmynd?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Til hvers að borga 200 milljónir fyrir bíl, í alvöru talað? Viskíflösku mundi ég skilja, en bíl?

No comments:

Post a Comment