Wednesday, October 10, 2007

Eva norn skrifar um gengisfellt orð, um klisjuna að „nauðgun sé sálarmorð“. Ég tek í sama streng og hún.
Arngrímur Vídalín leggur sín lóð á vogarskálarnar til að leiðrétta átta algenga misskilninga; eins og ég segi í kommenti þar, þá væri aðeins skemmtilegra að lifa ef allir vissu þetta. Þannig að lesið leiðréttingar hans og bætið heiminn smávegis með því að tileinka ykkur þær, ef þið hafið ekki þegar gert það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mér finnst alveg sérlega langt seilst í vitleysunni, þegar hægrimenn halda því fram að herforingjastjórnin í Mjanmar sé einhver Mahómet íslenskra vinstriróttæklinga. Þó hef ég séð því haldið fram, taki sá til sín sem á.

No comments:

Post a Comment