Friday, September 7, 2007

Ýmis orð get ég valið ríkisstjórninni, og er skemmst frá því að segja að ég er ekki einn af þessum 80% sem styðja hana víst. Mér finnst það samt skrítið; flokkarnir sem standa að henni hafa samanlagt 72% stuðning ef ég legg rétt saman. En Jóhanna Sigurðardóttir fær prik; í kladdann hjá mér.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Niðurstöður hugmyndasamkeppninnar um Lækjargötu/Austurstræti er að finna hér (pdf skjal). Þessi hugmynd sýnist mér bara ekki vea svo galin. ég sé eftir að hafa ekki sent inn hugmynd. Hvernig hefði verið að byggja hornið í vinkil sem sneri inn en ekki út, þannig að torgið stækkaði? Ég er reyndar líka efins um há hús sem mér sýnist vera gert ráð fyrir í Hafnarstræti, þar sem nú eru gömul, frekar lág hús. En ef lækurinn verður opnaður, þá kætist ég!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ríkislögreglustjóri ætlar að láta "kanna ástæður þess að lögreglumenn hafa sagt upp störfum". Ég skil þetta ekki, veit hann ekki að laun þeirra hafa dregist langt aftur úr launum samanburðarstéttanna, fangavarða og tollvarða? Veit hann ekki að það ríkir megn óánægja meðal lögreglunnar vegna bágra launakjara? Veit hann ekki að Lögregluskólinn hefur þurft að lækka standardinn hjá sér til að geta mannað bekkina nokkurn veginn? Ef löggan vill hafa nægan mannskap þarf hún að borga nógu há laun. Maður hefði haldið að það lægi í augum uppi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það væri brýnna að byggja stríðsglæpadómstól fyrir aðra Guantanamo-menn heldur en fangana, er ég hræddur um.

No comments:

Post a Comment