Friday, September 7, 2007

Þung spor, en tímabær

Í morgun ókum við þrjú, ég, móðir mín og okkar elskaði köttur Pamína, upp í Víðidal á dýraspítalann þar. Við móðir mín ókum bara tvö til baka og var þungt í skapi.
Pamína var orðin sautján ára. Hún var alla tíð hraust -- og vissi vel af því. Hún bar sig alla tíð sem sá sanni töffari sem hún var. Auk þess var hún sá greindasti köttur sem ég hef kynnst. Hverjum þykir sinn fugl fagur og allt það, en þetta eru engar ýkjur. Framan af var hún frekar hörð í skapi, en varð ástleitin á miðjum aldri. Síðasta vetur var ég eitt sinn að strjúka henni, og var þá var við æxli á rófunni. Það fór stækkandi, og nú í vikunni var svo komið að það var ekki annað hægt en að binda endi á þetta. Það var erfitt að kveðja fjölskyldumeðlim.
Ég gæti haft mörg orð um Pamínu, en læt þetta nægja.

Bróðir minn minnist hennar líka í nokkrum orðum.

No comments:

Post a Comment