Friday, September 14, 2007

Mér fannst fyndið að í Mogganum í gærmorgun (fimmtudag 13. sept) var grein um að Össur Skarphéðinsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir væru með plön á prjónunum um allsherjar náttúruverndar/nýtingaráætlun, dálítið í ætt við skrif mín frá því á mánudaginn (Hvað viljum við vernda?), þótt þau reki sína áætlun einhver ár aftur í tímann.
Mér fannst samt neyðarlegt þegar Össur talaði um að þetta væri til marks um einhverja sátt í nýtingar/verndarmálum, þar sem nú sætu umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra hlið við hlið og stæðu saman að þessu. Eins og Siv Friðleifsdóttir hafi andæft Valgerði frænku eitthvað þegar sú síðarnefnda hélt um stjórnvölinn?!? Siv tók við ráðherrastól og afsalaði sér um leið fyrri skoðunum sínum á umhverfismálum. Hvað er slíkt atferli aftur kallað?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Fyndið að fagna lokum hvalveiða á Íslandi með því að sökkva norskum hvalabát.

No comments:

Post a Comment