Monday, September 17, 2007

Palestína, Írak, Íran...

Ég veit ekki hvað Mahmoud Abbas heldur að hann sé að gera; í mínum augum lítur þetta út eins og leikrit, að hann sé að reyna að gefa sig út fyrir að standa fastur á sínu gagnvart óvininum, til þess að styrkja stöðu sína heima fyrir. Ég gæti meira að segja trúað því að hugmyndin sé komin frá Ísraelum. Hvað ætti hann svosem að gera á einhverja "friðarráðstefnu"? Heldur hann að hann hafi einhverja samningsstöðu? Ísraelar með öll þau ráð hans í hendi sér sem þeim sýnist, og stendur auk þess á pólitískum brauðfótum heima fyrir. Þótt hann færi á einhverja ráðstefnu og skrifaði undir einhver plögg sem Bandaríkjastjórn mundi fagna sem "tímamótaárangri", þá væru slíkir samningar ómark. Nauðungareiða er ekki skylt að halda.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Alan Greenspan færir okkur aldeilis fréttirnar. Svo þetta snerist þá um olíu allan tímann? Hver hefði trúað því? Það getur verið skemmtilegt að heyra það sem pólitíkusar og embættismenn á eftirlaunum segja, sbr. Jón Baldvin Hannibalsson síðasta vetur. Þegar menn hafa lokið ævistarfi sínu fyrir Valdið, þá er eins og þeir séu lausir úr fjötrum ábyrgðarinnar og getur jafnvel ratast satt orð á munn. Ef þið vissuð það ekki.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þórarinn Hjartarson skrifar á Eggina: Heimsvaldasinnaður femínismi? -- og Eyja Margrét Brynjarsdóttir mótmælir "með-eða-á-móti"-hugsun gagnvart heimsvaldastefnu og pólitískum íslamisma á bloggi sínu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég trúi því ekki að árásir á Íran séu yfirvofandi. Ég held hreinlega að Bandaríkjastjórn hafi ekki bolmagn í þær. Eða, réttara sagt, þá er ég alveg handviss um það. Ahmadinejad veit það vel, og ráðgjafar Bush vita það líka vel. Þeir láta eins og tveir bavíanar sem öskra og gretta sig og fetta og bretta, í trausti þess að hvorugur muni bíta hinn. Þetta er skúespil, ætlað til þess að hvor um sig geti gert sig breiðan, "staðið uppi í hárinu á andstæðingnum", verið "fastur fyrir" og ég veit ekki hvað, hvor um sig rúnkar sínu pólitíska baklandi og hræðir heimsbyggðina, en í rauninni er engin hætta á ferðum.

No comments:

Post a Comment