Monday, September 10, 2007

hóst

Það er grein eftir mig á Egginni í dag: Hvað viljum við vernda?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Kemur það ekki úr hörðustu átt þegar ungir Framsóknarmenn saka ríkisstjórnina um stefnuleysi? Getur verið að Samfylkingin sé í sterkari samningsstöðu gagnvart Sjálfstæðisflokknum heldur en Framsóknarflokkurinn var, og þess vegna gangi ákvarðanatakan eða stefnumótunin ekki eins hratt fyrir sig?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Meirihluti Íraka telur að Bandaríkjamönnum hafi mistekist að koma á röð og reglu í Írak. Það er aldeilis stórfréttin!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um daginn var ég spurður hvers vegna Írakar væru eiginlega að streitast gegn hernáminu. Hvers vegna menn slökuðu ekki bara á, kæmu sér saman um frið og uppbyggingu og ynnu bara saman að uppbyggingu Íraks. Það var og. Hvers vegna komu menn sér ekki saman um frið um Saddam Hussein, og uppbygigngu Íraks undir hans forystu?

No comments:

Post a Comment