Monday, September 17, 2007

FINNTROLL

Djöfull var ógeðslega gaman á Finntroll!
Ég hef séð þá tvisvar á Wacken og nú bæði á Grand rokk og Gauknum. Ég held að mér sé óhætt að segja að þeir séu uppáhalds hljómsveitin mín, eða, í það minnsta ein af örfáum sem deila fyrsta sætinu. Á Grand rokk í fyrradag fór ég í moshpyttinn og sleppti gersamlega fram af mér beislinu. Ég geri það ekki svo oft í seinni tíð, en var í pyttinum nánast óslitið frá upphafi til enda í fyrradag. Á Gauknum var ég temmilegri, bæði vegna þess að ég var að fara á næturvakt og bragðaði því ekki deigan dropa af áfengi, en líka vegna þess að ég er með alvarlegar harðsperrur í hálsinum og öxlunum. En sjitturinn, hvað það var þess virði.
Hið íslenska tröllavinafélag tók fullan þátt í þessu. Bæði með aðstoð við eitt og annað, en líka með nærveru sinni. Ég hengdi gunnfánann góða upp á Grand rokk, og hékk hann þar alla tónleikana og undurfögur ásjóna Járngríms jötuns vakti yfir herlegheitunum með velþóknun. Mæting tröllavina var góð, bæði á Jötunmóð (upphitun) fyrir tónleikana og á tónleikana sjálfa. Ég dreifði tugum eintaka af Tröllafréttum á báðum tónleikunum.
Á Gauknum vannst einn stórsigur. Fjórum sinnum hafa tröllavinir fjölmennt á Finntroll-tónleika -- þ.e.a.s. í þessi fjögur skipti sem ég hef séð þá -- og í öll skiptin hefur verið reynt að fá þá til að gefa okkur eiginhandaráritun á gunnfánann. Í þetta skipti, #4, heppnaðist það. Ég komst baksviðs og fékk eiginhandaráritanir þeirra allra á fánann. Ég kiknaði í hnjáliðunum á meðan; sigurinn var sætur.
Þorsteinn Kolbeinsson er maður mánaðarins, fyrir að hafa fært okkur Finntroll.

No comments:

Post a Comment