Thursday, May 31, 2007

SLFÍ, reykingar o.fl.

Það er grein eftir mig á Egginni í dag: Af fulltrúaþingi SLFÍ. Sviptingarnar í Sjúkraliðafélagi Íslands hafa verið miklar í vetur; það verður athyglisvert að sjá hvernig nýendurkjörnum formanni tekst að halda friðinn á þessu kjörtímabili.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Vegna þessa almenna reykbanns sem tekur gildi á morgun er rétt að minna á ágæta grein Jóns Karls Stefánssonar á Egginni í gær, um Reykingabannið og samvinnurekstur. Um leið er best að blása í sinn eigin lúður; ég skrifaði um afstöðu hins frjálslynda marxista til reykingabanns fyrir rúmum tveim árum. Ég held að það sem ég skrifaði þá standi barasta óbreytt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Talandi um reykingabannið, þá verður reykingasamkoma í kvöld. Markmið: Að reykja eins mikið á krá og hægt er á meðan það er leyfilegt. Staður: bakherbergi Celtic Cross, stund: 20:00. Áhugafólk um reykingar velkomið.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Félagar í Félaginu Íslandi-Palestínu ættu að fá Frjálsa Palestínu inn um bréfalúguna eftir helgi, ef ekkert fer alvarlega úrskeiðis. Ég held að þetta tölublað sé bara frambærilegt, þótt ég segi sjálfur frá.

No comments:

Post a Comment