Friday, May 25, 2007

Ég fór með rangt mál

Í síðasta innleggi hér sagði ég að garðurinn minn hefði verið í órækt í yfir 20 ár. Það var rangt hjá mér. Mágur minn var svo vinsamlegur að leiðrétta mig og minna mig á að meðan hann bjó þarna lét hann sitt ekki eftir liggja. Þessi yfirsjón lætur mér líða bjánalega. Eftir 20 ára órækt hefði garðurinn litið mun verr út en hann gerði til skamms tíma. Nær væri að tala um að illgresi hefði lítið verið reytt og trjá- og runnagróður lítið grisjaður undanfarin ár. Það hefur svo sannarlega verið nóg að gera í garðinum undanfarið, en tíminn var gróflega ofmetinn hjá mér. Óneitanlega var hann í ágætu horfi þegar systir mín og mágur bjuggu þarna, en nú eru liðin nokkur ár síðan það var og það fennir víst hratt í sporin...

Með öðrum orðum: Ég fór með fleipur og mér þykir það leitt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Meðal annarra orða, þá stendur heilmikið til með þennan garð, bæði skammtímaáætlanir og langtímaáætlanir. Ég reikna með að fræða mína tryggu lesendur um þær eftir því sem þeim vindur fram.

No comments:

Post a Comment