Friday, May 11, 2007

Játningar, þó ekki eftir Ágústínus kirkjuföður

Ég er svag fyrir Spiderman. Það er að segja -- myndirnar eru fínar og allt það -- en teiknimyndasögurnar eru eitt það skemmtilegasta sem ég veit. Ég fylgist náið með sögunni sem er í Mogganum, og finnst hún æsispennandi. Gömlu blöðin eru líka gersemar. Einu sinni stappaði nærri því að ég læsi yfir mig af þeim. Það eru sko bókmenntir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er grein eftir mig í Mogganum í dag, á blaðsíðu 45. Ég hef nokkrum sinnum áður skrifað í Moggann, og alltaf fæ ég sömu tilfinninguna þegar ég les mínar eigin greinar þar -- sömu tilfinningu og þegar ég heyri mína eigin rödd á segulbandi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég verð að viðurkenna að ég hef lengi verið aðdáandi Eiríks Haukssonar. Ég gerðist svo frægur að sjá hann á tónleikum á Wacken 2001, þar sem hann söng með hljómsveitinni sinni Artch frá Noregi -- ef þið viljið getið þið séð myndir á heimasíðu þeirra, þar á meðal þessa, þar sem baksvipnum á mér tvítugum bregður fyrir fremst á myndinni.
Mér finnst Evrósjón hins vegar frábærlega leiðinleg keppni. Ég hef meira að segja sloppið við að heyra þetta æðislega lag sem stóð sig svo eftirminnilega. En kommon, austur-evrópsk mafía? Hvað meinar maðurinn? Eins og Norðurlöndin séu ekki mafía líka? Þau eru bara ekki eins mörg, díses. Norðurevrópska mafían er bara léleg mafía vegna þess að hún getur ekki keppt við austurevrópsku mafíu.
Ég efast um að ég muni eyða fleiri orðum í Evrósjón. Á ævinni.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Doddi er í bænum. Þá er gaman.

No comments:

Post a Comment