Wednesday, November 21, 2007

Í dag er 21. nóvember

Í dag á ég grein á Egginni: Jibbí, jólin koma! heitir hún og er, því miður, löngu tímabær.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í dag er líka grein eftir mig á Vantrú: Hinn mikli velunnari samkynhneigðra. Umfjöllunarefnið eru Þjóðkirkjan og biskupinn.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ian Smith er dauður! Sá ljóti og heimski kúkalabbi mun þá varla gera fleira saklausu fólki skráveifu. Í Moggafréttinni er hann sagður hafa gagnrýnt Mugabe harðlega, sakað hann um að hafa eyðilegt landið og að vera ekki með réttu ráði. Kostulegt. Smith getur trútt um talað, eins og títt er um aflóga stjórnmálamenn. Í fyrsta lagi voru það Smith og kúkalabbavinir hans sem héldu Ródesíu í greipum óréttlætis en Mugabe braut þá á bak aftur (þá var hann hetja). Í öðru lagi hefur Smith tekið þátt í MDC (Movement for Democratic Change) með Morgan Tsvangirai og félögum, og þannig verið þeim til þeirrar óþurftar að afhjúpa hvað er í rauninni á bak við þá hreyfingu: Vestræn heimsvaldastefna. Smith hefur ekki bara tekist að stjórna landinu svo illa og óréttlátt að Mugabe hafi komist til valda, heldur hefur hann auk þess óvart gert stjórnarandstöðuna gegn Mugabe ótrúverðuga og þannig óbeint hjálpað honum að halda í völdin!
Var ekki Halli málaliði frá Akureyri annars í skítverkum í Ródesíu?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
„Frostrósir“ halda tónleika í desember og okurverð er rukkað fyrir aðgöngumiða, eins og títt er orðið um stærri tónleika hér á landi.
Hvað með það? Hverjum er ekki sama? Hvern langar að fara? Verður einhver súr yfir að komast ekki?

No comments:

Post a Comment