Friday, November 16, 2007

Bréf til Vífilfells

Ég var að senda þetta til markaðsdeildar Vífilfells hf.:

Góðan dag.
Síðasta föstudag (9. nóvember) var ég staddur á Vínbarnum í Kirkjustræti þegar inn kom hópur fáklæddra stúlkna sem voru að kynna "jólabjór" frá Vífilfelli. Ég tel rétt að segja ykkur að vegna þessarar niðurlægjandi aðferðar við markaðssetningu hef ég ákveðið að kaupa þennan svokallaða jólabjór ykkar aldrei, og mun hvetja aðra til þess sama. Ég vona að þið sjáið að ykkur og hættið að nota kvenlíkama eða karlrembu til þess að markaðssetja vörur ykkar.
Kv. Vésteinn Valgarðsson


~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Elías Davíðsson skrifar: Íslendingar að undirbúa lögregluríki með bros á vör.

No comments:

Post a Comment