Saturday, March 3, 2007

Skrítin nótt á Kleppi...?

Ég held að ég bregðist engum trúnaði þótt ég ljóstri því upp, að nýliðin nótt var viðburðalítil á Kleppi. Á minni deild svaf fólk almennt vel, og sama er að segja um aðrar deildir. Misvel, auðvitað, en ekkert frekar en venjulega, nema síður sé. Og hvers vegna er ég að ljóstra þessu upp? Jú, það er fullt tungl, og hjátrúin kennir oss að þá eigi allir að verða snarbilaðir, ekki síst þeir sem eru svo óheppnir að vera vanheilir á geðsmunum. En það gekk sumsé ekki eftir í nótt er leið. Ætli það þurfi ekki að endurskoða þessa hjátrú eitthvað?

Ég legg annars til að hafist verði handa við að útbreiða þá hjátrú að það boði ógæfu að fara yfir götu án þess að líta til beggja hliða, það sé fyrirboði um fallegt sólarlag að svifryksmengun mælist sérstaklega há, og að það boði gæfu að vista reglulega tölvugögn sem eru í vinnslu.

No comments:

Post a Comment