Monday, March 19, 2007

Fundur í kvöld + fleira

4 ár frá innrásinni í Írak í dag.
Ég þarf varla að minna á það, en geri það samt, að það er fundur í kvöld og skyldumæting á hann:

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20
Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó)
Dagskráin:
Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Helgi Hjörvar
Tónlistaratriði: XXX Rottweilerhundar, Ólöf Arnalds & Vilhelm Anton Jónsson
Upplestur: Bragi Ólafsson
Kynnir: Davíð Þór Jónsson
Aðstandendur: Hinir staðföstu stríðsandstæðingar:
Samtök hernaðarandstæðinga
MFÍK
Þjóðarhreyfingin - með lýðræði
Ung vinstri græn
Ungir Jafnaðarmenn

~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Að öðru:

Naumast eru það fréttirnar, ungur Íslendingur sagður handtekinn í Hebron. Ég veit ekki meira um þetta heldur en stendur í fréttinni. Nánasti aðstandandi hans bendir á það sem raunverulega gerðist. Það virðist sem Morgunblaðið hafi verið ónákvæmt. Ekki það, að það er mjög eðlilegt. Þegar hlutirnir gerast hratt í fjarlægum löndum er ekki auðvelt að átta sig á framvindu svona mála út frá takmörkuðum upplýsingum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hver er tilgangurinn með íslenskum fána í þingsal? Hvers vegna hefur Guðmundur Hallvarðsson ekki eitthvað brýnna við tíma sinn að gera en að berjast fyrir þessu?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í síðustu viku birtist greinaröð eftir mig á Vantrú, Strategískar ráðleggingar handa Þjóðkirkjunni I, II og III; ég var þegar búinn að vísa á fyrstu greinina, Opnið augun önnur greinin heitir Rætur vandans og sú þriðja: Ráðið ykkur framkvæmdastjóra.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eggin birti á dögunum áskorun sem ber titilinn Friðsöm utanríkisstefna, eftir Lárus Pál Birgisson sjúkraliða og friðarsinna. Það var hún sem Lárus og félagar (ég þar á meðal) voru að afhenda stjórnmálamönnum fyrir framan Alþingishúsið þegar víglína tjáningarfrelsisins færðist til á miðvikudaginn var.

No comments:

Post a Comment