Tuesday, April 6, 2021

Tilboð á moldvörpugildrum

Þegar Bauhaus opnaði á Íslandi, var stillt upp einhverju stöðluðu úrvali af vörum sem kom í gámum frá meginlandinu. Þar á meðal voru moldvörpugildrur. Þær þykja víst mesta þing í öðrum löndum. Verklagið sagði að þær ættu að vera á boðstólum. Skrítið var, að þær seldust ekki. Barasta ekki.

Það var haft samband við móðurstöðina á meginlandinu og spurt hvort mætti ekki bara taka þær úr sölu. Nei, var víst svarið, byrjið á að bjóða þær með helmings afslætti. En þær seldust samt ekki.

No comments:

Post a Comment