Sagt er að Baldur hafi einhvern tímann verið að skemmta í Hafnarfirði og reytt af sér hafnfirðingabrandara, og lét Konna alltaf segja lokaorðin, þar til einn maður stóð upp, öskureiður, og sagði að það væri hneisa að hæðast svona að venjulegu, heiðvirðu fólki. Baldur fór að afsaka sig, en maðurinn greip fram í: "Ég er ekki að tala við þig, ég er að tala við þetta litla fífl sem situr á hnénu á þér!"
Það eru til hljóðupptökur af Baldri og Konna, og af Konna að syngja dægurlög með Alfreð Clausen. Þetta kom út á plötum, og var eitthvað spilað í útvarpi líka. Búktal í útvarpi.
No comments:
Post a Comment