Tuesday, March 30, 2021

20 ára afmæli

Í dag, 30. mars, eru tuttugu ár síðan við Bessi frændi fórum saman á Klepp og sóttum um vinnu. Við vorum ráðnir á staðnum og höfum unnið þar síðan. Ég segi ekki að þetta sé eins og í gær, en það er samt skrítið að það séu komin tuttugu ár.

Rúm níu ár á hjúkrunargeðdeild, hálft ár á öryggisgeðdeild og rúm tíu ár á endurhæfingargeðdeild. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og ég er þakklátur fyrir margt. Sjúklingarnir sem ég hef annast eru samt það sem hefur gert þetta allt þess virði. Þvílíkur hópur af góðu, skemmtilegu og áhugaverðu fólki.

No comments:

Post a Comment