Tuesday, March 2, 2021

Lögmál hárs og skalla í Kreml

Það getur varla verið tilviljun að leiðtogar Rússlands hafa til skiptis verið með hár og skalla í marga mannsaldra:

Pútín er með skalla, Medvedev með hár .. Pútín aftur með skalla.
Jeltsín var með hár.
Gorbatsjov með skalla.
Chernenkó var með hár.
Andrópov var með skalla.
Brésnév var með hár.
Khrúshchév var með skalla.

Khrúshchév, Brésnév, Andrópov, Chernenko

Nú, Stalín var auðvitað með hár og Lenín var með skalla.
Nikulás II var með hár.
Alexander III var með skalla.
Alexander II var með hár.
Nikulás I var með skalla...

Alexander I, Nikulás I, Alexander II, Alexander III, Nikulás II

...og Alexander I var líka með skalla. Hann var keisari 1801-1825. Á undan honum voru konur, börn og karlar sem gengu með parrukk, svo spurningin verður ómarktæk.

No comments:

Post a Comment