Við fluttum þegar ég var á fimmta ári, og höfðum auðvitað með okkur gamla sjónvarpið frá Suðurgötu. Því var komið fyrir á stigapallinum, á litlu, rauðu borði, og sófa rétt hjá. Nú, einn daginn -- ég var 5-6 ára -- sat ég og horfði á sjónvarpið þegar það datt allt í einu fram fyrir sig, beint á gólfið. Og lenti á uppáhalds He-Man-karlinum mínum. Skjárinn brotnaði auðvitað, og He-Man-karlinn líka. Það var enginn til vitnis um þetta nema ég, og ég sver að ég kom ekki við tækið. En hver haldið þið að trúi 5 ára krakka sem heldur því fram að fyrsta lögmál Newtons hafi verið brotið? Ekki mundi ég gera það... En skrítið var það.
Tuesday, March 23, 2021
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment