Wednesday, September 6, 2006

Umræða um 11. september

Áframhald af umræðum í kommentakerfi um 11. september:
Ég vildi að það væru gerðar meiri rannsóknir og það sem fyrst, og af óháðum aðiljum. Það væri mikill léttir fyrir alla ef það gæti einfaldlega komið í ljós hvað akkúrat gerðist þennan dag, og í aðdraganda hans, og það gæti sparað mikinn debatt og orku. Það er nú eitt í sjálfu sér, að það skuli ekki vera höggvið á hnútinn. Ef bandarísk stjórnvöld væru saklaus í þessu máli, hvers vegna hafa þau þá ekki rannsakað það betur? Hvers vegna í ósköpunum hafa þau tregðast við í stað þess að sinna þessu betur? Er skrítið að maður spyrji sig hvort þau hafi eitthvað að fela? Þegar við bætist að opinbera sagan meikar ekki sens, er það þá skrítið?
Bruni, jafnvel langvarandi bruni, hefur aldrei, svo ég viti fellt stálgrindarháhýsi. Misskiljið mig ekki: Að teknu tilliti til þess að brunavarnarlag á stálbitum hefur væntanlega kubbast burtu í árekstrinum, og að teknu tilliti til þess að þótt hitinn af eldinum gæti kannski dugað til að veikja burðarstálið nægilega til að fella háhýsin sem flugvélarnar fóru á, þá treysti ég mér ekki til að fullyrða neitt um að sprengiefni hljóti að hafa komið við sögu þar. Mín afstaða gagnvart þeirri spurningu er einfaldlega sú að mér finnst allt í lagi að umræðan fari fram, ef það er eitthvað sem á eftir að draga fram í dagsljósið.
Sprengiefni í WTC7, um það held ég að gegni öðru máli. Aftur, þá treysti ég mér ekki til að fullyrða neitt; þetta eru spekúlasjónir. Það fór engin flugvél í WTC7, þannig að þar hefur einangrunin haldist á burðarvirkinu, býst ég við. Það er varla það flókið að koma sprengiefni þannig fyrir að það sé öruggt fyrir bruna, ef maður á annað borð ætlar sér það. Larry Silverstein sagði að þeir hefðu ákveðið að "pull it". Það var gripið á lofti sem demolition-mál, en mér finnst reyndar glannalegt að fullyrða að það tengist endilega. Ég veit ekki til þess að Silverstein sé neitt sérstaklega vel að sér um niðurrif húsa, og þetta orðalag væri ekki svo skrítið ef maður hugsar um að kalla slökkviliðsmennina út úr byggingunni -- en það voru víst engir slökkviliðsmenn í henni þannig að varla hefur hann átt við það. Nú, við hvað átti hann þá? Þetta viðtal var tekið nokkru eftir árásirnar. Það getur verið að hann hafi verið undir álagi, en eitthvað hlýtur hann að hafa átt við með orðum sínum.
Valdinu er ekki treystandi, ég held að það þurfi ekki að fletta mörgum blöðum um það, en er öðrum betur treystandi? Fyrir mitt leyti, þá treysti ég engum eins og einhverju kennivaldi í þessu máli, en spurningar sem eru settar fram hafa gildi í sjálfu sér. Það á ekki að skipta máli hver spyr spurningarinnar, annað hvort er spurningin góð eða ekki.

No comments:

Post a Comment