Saturday, September 2, 2006

Eitt og annað...

Initiatives de Resistance Internationaliste eru herskár, and-heimsvaldasinnaður hópur í Kanada. Hann hefur gert a.m.k. tvær árásir gegn hagsmunum heimsvaldasinna. Umfjöllun um þennan hóp í fjölmiðlum hefur verið næstum því engin. Kersplebedeb segir frá þeim.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Wayne Price skrifar: Lessons of the Israeli-Lebanese War for the Anarchist Movement. Ágæt lesning, þótt sumar örvarnar hitti ekki í skotskífuna. Price segir að þjóðir séu ekki til, hann talar um marxista, lenínista og sósíalista af vandlætingu og segir að „leið anarkismans“ (hvað sem það nú er) sé eina leiðin til friðar og gæfu í Miðausturlöndum. Það kemur svosem ekki á óvart, að anarkisti skuli skrifa það. Samt sem áður, þá hef ég alveg lesið vitlausari greinar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þar sem heimsvaldasinnar eða nýlenduherrar takast á við þjóðfrelsishreyfingar sem eru leiddar af hugmyndafræðilegu afturhaldi á borð við þjóðernissinna eða trúarleiðtoga, hvað á þá hinn góði og framsýni kommi til bragðs að taka? Ber að styðja forystu hinnar kúguðu þjóðar, burtséð frá hugmyndafræði hennar? Eða ber að andæfa öllu afturhaldi, sama hvort það er relatíft afturhald eða ekki? Eða ber að einblína á að stofna framsækna alþjóðasinnaða og verkalýðssinnaða frelsishreyfingu? Sá sem getur svarað þessu svo vel sé fær hlýtt handtak að launum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég hef verið að hlusta mikið á Johnny Cash undanfarið. Það er kynngimagnað að hlusta á tónleikadiskinn frá San Quentin-fangelsinu. Risastór hópur fanga -- kúgaðra manna sem eru sviptir öllu -- verður svo innblásinn og „empowered“ af að hlusta á tónlist þessa mikilmennis, að hann hefði getað startað óeirðum með því að smella fingri. Hann gerði það ekki, en stemmningin ... andrúmsloftið hefur verið gneistandi.

No comments:

Post a Comment