Tuesday, September 12, 2006

Áfram um 9/11 og fleira

Jón Karl leggur orð í belg [1, 2] í athugasemdum við þarsíðustu færslu. Jón segist ekki hafa neina kenningu um 9/11. Sama segi ég. Ég hef efasemdir, en ég get ekki sagt að ég hafi neina kenningu. Hvaða forsendur hef ég svosem til að byggja kenningu á? Það eru ýmsar tilgátur um atburði þessa dags, og hin opinbera er ekki ein af þeim trúverðugri að mínu hógværa mati. Það sem ég get byggt á er hið pólitíska umhverfi fyrir og eftir 9/11 og það, saman við hvað bandarísk stjórnvöld eru lítið traustvekjandi, er mér meira en nóg til að efast um að atburðarásin hafi verið eins og fjölmiðlar lýsa henni.
Hvort það voru sprengjur eða ekki, hvort það fór flugvél í Pentagon eða ekki, ég veit ekki svarið. Það má vel ræða það fram og aftur, vonandi leiðir það að vitrænni niðurstöðu. Ég hef sjálfur sveiflast milli mögulegra svara -- og ég játa það fúslega -- en í rauninni eru þetta tæknilegir díteilar sem er ástæðulaust að telja að einhver spilaborg standi og falli með. Það sem er hins vegar hvorki tæknilegur díteill spekúlasjón er hið pólitíska umhverfi fyrir og eftir 9/11, þörfin sem bandarísk stjórnvöld höfðu fyrir átyllu til að skerða mannréttindi, auka valdstjórn og réttlæta árásarstríð. Það er aðalatriðið -- og þegar við bætist að Bandaríkjastjórn hefur augljóslega gerst sek um vítaverða yfirhylmingu (og það er engin „kenning“), þá sé ég ekki ástæðu til að trúa orði sem frá henni kemur um þetta mál.
Jón Karl segir enn fremur: „Það gengur heldur ekki að vera eilíft að nota skítkast á þá sem þykir skýringarnar eitthvað misjafnar. Ég er hundleiður á þessu "samsæriskenninga" bulli. ... Þeim sem líður betur geta sossum notað einhver fúkyrði yfir þá sem dirfast að efa hinn heilaga sannleik býst ég við.“ Ég tek undir þetta: Skítkast þjónar engu vitrænu. Ef frásögn af atburði er komin á helgistall af hálfu stjórnvalda, þá er ástæða til tortryggni. Og samsæriskenningatal?
Opinbera lýsingin er samsæriskenning, fjandinnhafiþað!
~~~ ~~~
„[Þ]að verður aldrei hægt að afsanna allar samsæriskenningar, því samsæriskenningar eru lífseigur andskoti.skrifaði Matti. Það er satt og rétt í sjálfu sér. Í því samhengi skiptir máli að greina milli þess sem má flokka undir samsæriskenningar og þess sem má ekki flokka undir samsæriskenningar. Beggja vegna „víglínunnar“ eru settar fram samsæriskenningar. Það sem er, að mínu mati, ekki hægt að flokka undir slíkt er (a) hið pólitíska umhverfi 9/11, (b) möguleiki innanbúðarmanna til að valda þessu, (c) ófyrirleitin notkun stjórnvalda á þessum hörmungum og (d) virk yfirhylming hins opinbera. Ef þetta fernt -- sem ég ítreka að ég leyfi mér að halda fram að sé satt -- vekur ekki tortryggni, hvað vekur manni þá tortryggni?
~~~ ~~~
Að lokum um 11. september, Jóhannes Björn skrifar um 11. september: Blikur á lofti.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég held að ég geti tekið undir það sem Hreinn Hjartahlýr skrifaði á dögunum: „Er hægt að vera stoltur af því að vera Íslendingur? Nei, ekki venjulega. Þó liggur það við stundum, til dæmis:
Íslendingar hafa fremur samúð með Hizbollah en Ísraelum“.
Þessi frétt kemur í sjálfu sér ekki svo á óvart. Í fljótu bragði gætu sumir ætlað að fólk, íslenskt og annað, væri almennt heimskt. Það er ekki svo. Ráðamenn gera hins vegar og segja margt miður skynsamlegt. Það er að vísu til ráð við því. Það ráð kallast lýðræði. Fólk, íslenskt og annað, hefði gott af því að búa við aðeins meira af slíku.

No comments:

Post a Comment