Christian IV, mynd: Wikipedia |
Ég komst fyrst á snoðir um Elverhøj fyrir ekki mörgum árum, þegar ég var með lagið Geng ég fram á gnípur á heilanum. Ég hafði aldrei kunnað nema fyrsta erindið en tók mig til og lærði allan textann. Hann er auðvitað eftir Matthías Jochumsson og úr leikritinu Skugga-Sveini, en lagið er vanalega kallað "erlent" þegar textinn er prentaður. Og ég komst í færi við mér fróðari mann, sem sagði mér að þetta væri eftir Kuhlau og úr Elverhøj.
Nú settist ég niður um daginn og hlustaði á Elverhøj frá upphafi til enda. Og það er að sönnu magnað verk, og væri mjög gaman að heyra það flutt á tónleikum. En viti menn, þar blasir við annað "íslenskt lag", sem við þekkjum sem Frjálst er í fjallasal, eftir Steingrím Thorsteinsson. Aldrei hafði ég heyrt áður að það lag væri erlent. Og týpískt að það sé danskur höfundur að einhverju sem við mundum nánast kalla ættjarðarsöng.
No comments:
Post a Comment