Bismarck var annars í nöp við lækna, er sagt, og leitaði helst ekki til þeirra. En einu sinni var hann svo veikur að það var samt kallaður til læknir, sem fór að skoða hann og spyrja hvernig honum liði. Karlinum leiddist þetta og sagði lækninum að hætta þessum spurningum og finna bara hvert meinið væri. Læknirinn svaraði þá: "Ef þér viljið lækni sem spyr ekki spurninga, ættuð þér að fá yður dýralækni." Bismarck þótti svarið svo snjallt að hann gerði þennan lækni að líflækni sínum.
Tuesday, April 27, 2021
"List" hins mögulega? Bismarck rangþýddur
Tuesday, April 20, 2021
Búktalari í útvarpinu
Tuesday, April 13, 2021
Húsasnotra Þorfinns karlsefnis
Og er hann var albúinn og skip hans lá til byrjar fyrir bryggjunum þá kom þar að honum Suðurmaður einn, ættaður af Brimum úr Saxlandi. Hann falar af Karlsefni húsasnotru hans.
"Eg vil eigi selja," sagði hann.
"Eg mun gefa þér við hálfa mörk gulls," segir Suðurmaður.
Karlsefni þótti vel við boðið og keyptu síðan. Fór Suðurmaður í burt með húsasnotruna en Karlsefni vissi eigi hvað tré var. En það var mösur kominn af Vínlandi.
Grænlendinga saga, 8. kafli
Ég er ekki sá eini sem hefur hnotið um þessar línur í Grænlendinga sögu. En smá orðskýringar, áður en lengra er haldið. Íslensk orðabók (2007) skýrir: húsasnotra: ... verðmætur smíðisgripur úr tré (skraut eða siglingatæki?); mörk: ... hálfpund ... 214 eða 217 grömm; mösur: ... 1 ... hlynur ... 2 ... hnúður, vaxinn sem meinsemd á tré [þ.e. viðarnýra].
Þjóðverjinn gefur Þorfinni karlsefni hálfa mörk gulls, það eru yfir hundrað grömm og mundi kosta yfir 5000 bandaríkjadali að núvirði. Fyrir smíðisgrip úr tré. Hvað í fjandanum var þetta?
Páll Bergþórsson hefur skrifað það fróðlegasta sem ég hef séð um húsasnotru Karlsefnis og ég hef svo sem engu við þann fróðleik að bæta. Nema því að ég skil vel að Karlsefni hafi þótt vel boðið, að fá fyrir smíðisgrip úr tré kannski þyngdar virði í gulli.
(Viðurnefnið Karlsefni er líka skrítið.)
Tuesday, April 6, 2021
Tilboð á moldvörpugildrum
Það var haft samband við móðurstöðina á meginlandinu og spurt hvort mætti ekki bara taka þær úr sölu. Nei, var víst svarið, byrjið á að bjóða þær með helmings afslætti. En þær seldust samt ekki.