Tuesday, February 9, 2021

Sundabraut

Ef Sundabraut væri lögð, mundi byrja nærri Kleppi, fara yfir á Gufunes, þaðan í Geldinganes, þaðan í Gunnunes og frá Álfsnesi yfir á Kjalarnes mundi vegalengdin fráElliðaárósum upp á Kjalarnes styttast um ca. 7 kílómetra, eða sem nemur allir leiðinni frá Elliðaárósum í Garðabæ. Öll vegalengdin yrði eins og frá miðbæ Reykjavíkur suður í Straumsvík. Það mundi þýða að Grundarhverfi á Kjalarnesi, með gríðarmiklu mögulegu byggingarlandi, yrði komið í seilingarfjarlægð frá Reykjavík. Að ótöldu landinu sem brautin færi um; þótt ekki sé gert ráð fyrir landfyllingum með miklu flatarmáli, bætast við a.m.k. tveir ferkílómetrar á Geldinganesi og nokkrir til á Gunnunesi, Álfsnesi og jafnvel Þerney, og það þótt hafður sé góður radíus í kring um ruslahaugana.

Þá mundi Sundabraut verða möguleg flóttaleið út úr borginni. Mér þætti alveg sæmilega skynsamlegt að gera ráð fyrir því að einhvern tímann gæti þurft að rýma borgina í skyndi og að einhverjar leiðir út úr henni gætu lokast. Eða er alveg galið að hugsa sér slíkt ástand?

Í myndbandi um mögulega Sundabraut sem einhvern tímann birtist í fréttum, sást að ein möguleg lega hennar væri í gegn um göngudeildina á Kleppi. Ég legg til að sú leið verði ekki valin.

No comments:

Post a Comment