Mynd úr einkasafni |
Einu sinni tók ég harðfisk og pakkaði þannig inn, að köttur gæti opnað pakkann með hæfilega miklum erfiðismunum, og skrifaði Pamína á miðann. Á aðfangadag fór pakkinn undir jólatréð eins og vera ber, en þegar við vorum búin að borða hafði Pamína ekki haft biðlund. Hún hafði farið beint í pakkann sem var merktur henni og var búin að opna hann.
Ég hef aldrei, fyrr eða síðar, vitað kött geta lesið nafnið sitt. Sannarlega mögnuð skepna.
No comments:
Post a Comment